Endurskoðun aðalskipulags Fjarðabyggðar

Tillagan bíður staðfestingar

Á fundi sínum þann 16. desember sl. samþykkti bæjarstjórn Fjarðabyggðar tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi sveitarfélagsins að lokinni auglýsingu. Í aðalskipulagi er sett fram stefna, m.a. um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál í sveitarfélaginu. Tillagan bíður nú staðfestingar Skipulagsstofnunar.

Gerðar voru nokkrar breytingar á tillögunni í framhaldi af athugsemdum sem bárust á auglýsingartíma og þeir sem gerðu athugasemdir eiga von á skriflegum svörum um viðbrögð bæjarstjórnar.

Tillagan er sett fram í greinargerð, á 9 skipulagsuppdráttum og 5 þemauppdráttum, auk umhverfismats- og forsenduskýrslu. Gögn aðalskipulagsins verða gerð aðgengileg hér þegar þau hafa verið staðfest.

Eigna, skipulags- og umhverfisnefnd hefur umsjón með endurskoðuninni ásamt Val Sveinssyni skipulagsfulltrúa. Ráðgjafarfyrirtækið Alta aðstoðar.


Spurt og svarað

Aðalskipulagið er lykilstjórntæki fyrir sveitarfélagið og hefur mikil áhrif á þróun byggðar og samfélags. Það er því mikilvægt að allir íbúar kynni sér það vel og taki þátt í mótun þess.

Hér eru nokkrar algengar spurningar og svör við þeim.