Endurskoðun aðalskipulags Fjarðabyggðar

Kynning á vinnslustigi

Nú liggja fyrir drög að tillögu að aðalskipulagi Fjarðabyggðar. Drögin eru kynnt til þess að íbúar og hagsmunaaðilar geti bent á það sem betur má fara áður en tillagan er fullgerð. Kynningin er í samræmi við það samráðsferli sem fyrirskrifað er í skipulagslögum nr. 123/2010, sjá 30. gr.

Mikilvægt er að íbúar og hagsmunaaðilar kynni sér tillögudrögin og bendi á það sem betur má fara.

Tillagan mun einnig vera aðgengileg á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð og í þjónustugáttum bókasafna dagana 17. til 31. mars næstkomandi. Opið hús verður að Búðareyri 1 á Reyðarfirði milli klukkan 14:00 og 18:00 þann 24. mars, þar sem skipulagsfulltrúi verður til viðtals um efni tillögunnar.

Ábendingar má senda meðan á kynningartímanum stendur í tölvupósti til skipulagsfulltrui@fjardabyggd.is eða í bréfpósti til skipulagsfulltrúa.

Sjá hér gildandi aðalskipulag, ásamt breytingum.

Eigna, skipulags- og umhverfisnefnd hefur umsjón með endurskoðuninni ásamt Val Sveinssyni skipulagsfulltrúa. Ráðgjafarfyrirtækið Alta aðstoðar.

Vorið 2020 var kynnt lýsing fyrir endurskoðun aðalskipulagsins og þar kemur fram hver helstu viðfangsefnin eru og hvaða aðrar stefnur, áætlanir og lög hafa áhrif á skipulagsákvarðanir. Sjá lýsinguna hér.

Spurt og svarað

Aðalskipulagið er lykilstjórntæki fyrir sveitarfélagið og hefur mikil áhrif á þróun byggðar og samfélags. Það er því mikilvægt að allir íbúar kynni sér það vel og taki þátt í mótun þess.

Hér eru nokkrar algengar spurningar og svör við þeim.