Endurskoðun aðalskipulags Fjarðabyggðar

Kynningu á vinnslustigi er lokið

Búast má við að tillagan verði auglýst í júní.

Tillögugöng, eins og þau voru kynnt á vinnslustigi er áfram aðgengileg hér á vefnum. Athuga ber þó að gögn í vefsjánni hafa breyst við áframhaldandi vinnslu tillögunnar.

Eftir að kynningu á vinnslutigi lauk hefur þriðja þemauppdrættinum verið bætt við, um vegi í náttúru Íslands, sbr. 32. gr. laga um náttúruvernd og sömu gögn má sjá í vefsjánni.

ATH: Ný útgáfa af þemauppdrætti 3 var gefin út 20. maí og gögn í vefsjánni breyttust. Nokkrar leiðir bættust við.

Sjá hér gildandi aðalskipulag, ásamt breytingum.

Eigna, skipulags- og umhverfisnefnd hefur umsjón með endurskoðuninni ásamt Val Sveinssyni skipulagsfulltrúa. Ráðgjafarfyrirtækið Alta aðstoðar.

Vorið 2020 var kynnt lýsing fyrir endurskoðun aðalskipulagsins og þar kemur fram hver helstu viðfangsefnin eru og hvaða aðrar stefnur, áætlanir og lög hafa áhrif á skipulagsákvarðanir. Sjá lýsinguna hér.

Spurt og svarað

Aðalskipulagið er lykilstjórntæki fyrir sveitarfélagið og hefur mikil áhrif á þróun byggðar og samfélags. Það er því mikilvægt að allir íbúar kynni sér það vel og taki þátt í mótun þess.

Hér eru nokkrar algengar spurningar og svör við þeim.